Gæðastefna
Grundvallarmarkmið OneSystems er að vera í fararbroddi og leggja áherslu á gæði á sviði hugbúnaðar og þjónustu fyrir mála- og skjalakerfi.
OneSystems stefnir að því að vera leiðandi á sínu svið og hefur á að skipa velþjálfuðu, hæfu og ánægðu starfsfólki.
Til að ná settu markmiðum mun OneSystems vera með starfrækt og vottað ISO 9001:2015 gæðakerfi.
Til að framfylgja gæðastefnu leggur OneSystems áherslu á:
- Aðlaga starfsemi og stefnumótun OneSystems að gæðastjórnunarkerfi ISO 9001: 2015.
- Uppfylla kröfur viðskiptavina sem og viðeigandi laga og reglna.
- Skilgreina gæðamarkmið og ábyrgð starfsmanna.
- Ná fram stöðugum umbótum á gæðastjórnunarkerfi ISO 9001: 2015.
- Leggja áherslu á að standa við gefin loforð um vöru og þjónustu.
- Auka ánægju viðskiptavina.
- Fylgjast með þróun og nýjungum á upplýsingatæknimarkaðnum.
- Tryggja reglulega þjálfun og fræðslu starfsmanna.
- Tryggja reglulega vöktun á árangri birgja.
- Tryggja að stefnumótun og verklagsreglur endurspegli starfsemi One.
Framkvæmdastjóri, eða gæða- og öryggisstjóri í umboði hans, ber ábyrgð á því að upplýsa alla starfsmenn og ytri aðila um gæðastefnuna og gera hana aðgengilega almenningi.